Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Bólið 16+

Hvað er Bólið 16+ ?

Ungmennahús Mosfellsbæjar opnaði formlega haustið 2017 og er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 en með megináherslu á 16 - 18 ára hópinn. Ungmennahúsið fékk aðstöðu í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefur sú aðstaða nýst starfinu vel. Húsráð tók þá ákvörðun að flytja fasta aðstöðu Mosans niður í félagsmiðstöðina Ból þar sem er meira frelsi og hægt að nýta aðstöðuna utan opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. En áfram erum við í góðu samstarfi við Fmos og erum alltaf velkomin þangað og nýtum það húsnæði einnig reglulega.

Markmið

Í Ungmennahúsinu er meðal annars unnið að því að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, halda listasýningar, stofna leikhóp eða spila tölvuleiki sem dæmi.

Markmið með starfinu er að gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum hugmyndum á framfæri og spreyta sig á að koma þeim í framkvæmd. Þetta hefur tekist ótrúlega vel. Mikilvægt er fyrir ungt fólk að geta átt stundir með jafnöldrum og fá tækifæri, tíma og aðstöðu til að geta sinnt áhugamálum sínum . Annað markmið er að ungt fólk geti fengist við fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem áhersla er lögð á virkni, frumkvæði og sköpun. Hér er ekki um formlegt nám að ræða en lögð er áhersla á reynslunám og óformlega menntun.

Stefna

Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi í öruggu umhverfi í umsjá fagfólks hefur mikið forvarnargildi. Lagt er upp með að bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar, leiðbeina og opna á tækifæri fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ. Sköpun, félagsleg virkni og frjáls leikur hefur afþreyingargildi en hefur að sama skapi bæði forvarnar- og menntunargildi. Í starfi ungmennahússins eru viðburðir í sjálfu sér afþreying en um leið er unga fólkið að þjálfa samskiptafærni sína, virkja sköpunarkraft sinn, læra að skipuleggja og sjá um viðburði. Þannig öðlast það dýrmæta reynslu af verkefnisstjórnun og þjálfun í samstarfi og samskiptum.

Ungmennahúsinu er með aðild að Samfés.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira