Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Klúbbastarf

Bólið býður upp á fjölbreytt klúbbastarf þar sem að unga  fólkið  okkar fær að njóta sín. Í boði eru:

Starfsmenn Bólsins sjá um klúbbastarfið og eru sumir klúbbanna í samstarfi við Varmárskóla og Lágafellsskóla og gilda þar af leiðandi til valeininga. Hér fyrir neðan getur þú fundið hina ýmsu klúbba og allt um þá!

Hafðu samband við okkur

Ef þú hefur áhuga á að vera með komdu þá í LágóBól eða VarmáBól og skráðu þig!

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hringja í 566-6058 eða senda póst á bolid[hja]mos.is.

Hinsegin Klúbbur


Hinseginklúbbur Bólsins er fyrir alla krakka á aldrinum 13 – 18 ára sem hafa áhuga á hinsegin málefnum. Markmiðið er að gera vettvang þar sem allir geta verið þeir sjálfir og fræðst frekar um þessi málefni.

Allir eru velkomnir í klúbbinn og geta tekið þátt í þeim viðburðum sem haldir eru. Við hittumst á mánudagskvöldum kl. 18:00 – 22:00. Þar eru í bland, afslappaðir hittingar með t.d. umræðu-, lærdóms-, spila- & bíókvöldum. En einnig förum við í heimsóknir til annara samtaka og fáum til okkar allskonar fræðslu t.d. sjúk ást, eitt líf & kynfræðslu.    

Umsjónarmaður klúbbsins er Katla Jónasdóttir og hefur hún unnið mikið að hinseginmálefnum undanfarin ár.

 

Hljómsveitarklúbbur

Hljómsveitarklúbbur Bólsins er klúbbur sem samanstendur af 4 krökkum sem æfa saman 1x í viku  í Kjallaranum. Klúbburinn var stofnaður eftir að starfsmenn Bólsins tóku eftir gríðarlegum hæfileikum og áhuga á tónlist hjá krökkunum. 

Í Kjallaranum er frábær aðstaða til þess að æfa sig og nýtum við þá aðstöðu, þar eru öll hljóðfæri til staðar og strákarnir (Steini og Davíð) standa sig vel í að halda aðstöðunni eins flottri og hægt er.

Krakkarnir í klúbbnum spila öll á sitt hljóðfæri en eru virkilega duglegir við að skipta um hljóðfæri, afla sér þekkingar og hjálpa/kenna hvert öðru á mismunandi hljóðfæri. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með krökkunum sýna hæfileika sína og dafna svona vel í tónlistinni. Áhuginn er mikill og það skiptir miklu máli. Þau velja lög sjálf, finna hljóma/texta á netinu eða pikka það upp sjálf. Það er þeirra vilji að fá að gera þetta að mestu sjálf og er mjög gaman að fylgjast með þeim, en einnig er hægt að fá meiri aðstoð ef þess er óskað. 

Ef fleiri hafa áhuga á að stofna hljómsveit þá er ég meira en til í að aðstoða! 

- Emma Íren

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira