Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Klúbbastarf

Bólið býður upp á fjölbreytt klúbbastarf þar sem að unga  fólkið  okkar fær að njóta sín. Í boði eru:

Hafðu samband við okkur

Ef þú hefur áhuga á að vera með komdu þá í LágóBól eða VarmáBól og skráðu þig!

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hringja í 566-6058 eða senda póst á bolid[hja]mos.is.

 

Leiklistarklúbbur

Leiklistarklúbbur Bólsins er fyrir þá sem vilja stíga út fyrir þægindarammann, læra sprenghlægilega leiki og kynnast sjálfum sér í ótrúlegustu aðstæðum. Getur þú haldið andliti meðan að vinur þinn reynir að láta þig hlæja? Kanntu að leika blindan túrista án þess að gefa frá þér hljóð? Ertu meistari í Kahoot? Skráðu þig í Leiklistarklúbbinn og við skulum komast að því hvaða manneskju þú hefur að geyma bak við skelina!

- Grímur Orri & Melkorka Sjöfn

 

Mótorkrossklúbbur

Mótorhjólaklúbbur Bólsins er klúbbur fyrir þá sem eiga mótorhjól eða hafa brennandi áhuga á mótorhjólum. Á veturna þegar ekki er hjólafært þá hittist klúbburinn einu sinni í viku á miðvikudögum í Lágóbóli og horfir á myndir og myndbönd tengd mótorkrossi. Þegar það er hjólafært þá fer klúbburinn saman einu sinni í viku að hjóla, annað hvort í braut eða á viðurkenndum enduro slóðum. Ef þú átt mótorhjól eða hefur áhuga á mótorhjólum, endilega skráðu þig í klúbbinn og taktu þátt í skemmtilegu starfi okkar í skemmtilegum félagsskap!

Þessi klúbbur  er metinn sem valfag í skólunum.

 

Stelpuklúbbur

Ég (Lára Eygló) og Melkorka, ætlum að sjá um stelpuklúbbinn í Bólinu. Markmið okkar með þessum klúbb er að koma saman, ekki bara til þess að hafa það kósí og gera maska, heldur líka til að fræða um ýmis málefni, eins og sambönd, kynlíf, notkun samfélagsmiðla og annað. Við viljum mynda gott samband við stelpurnar og efla sjálfstaust þeirra og sjálfsímynd. Við hlökkum báðar mikið til að eyða tíma með öllum stelpunum og vitum að það verður mjög gaman hjá okkur

- Lára Eygló og Melkorka

Hljómsveitarklúbbur

Hljómsveitarklúbbur Bólsins er klúbbur sem samanstendur af 4 krökkum sem æfa saman 1x í viku  í Kjallaranum. Klúbburinn var stofnaður eftir að starfsmenn Bólsins tóku eftir gríðarlegum hæfileikum og áhuga á tónlist hjá krökkunum. 

Í Kjallaranum er frábær aðstaða til þess að æfa sig og nýtum við þá aðstöðu, þar eru öll hljóðfæri til staðar og strákarnir (Steini og Davíð) standa sig vel í að halda aðstöðunni eins flottri og hægt er.

Krakkarnir í klúbbnum spila öll á sitt hljóðfæri en eru virkilega duglegir við að skipta um hljóðfæri, afla sér þekkingar og hjálpa/kenna hvert öðru á mismunandi hljóðfæri. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með krökkunum sýna hæfileika sína og dafna svona vel í tónlistinni. Áhuginn er mikill og það skiptir miklu máli. Þau velja lög sjálf, finna hljóma/texta á netinu eða pikka það upp sjálf. Það er þeirra vilji að fá að gera þetta að mestu sjálf og er mjög gaman að fylgjast með þeim, en einnig er hægt að fá meiri aðstoð ef þess er óskað. 

Ef fleiri hafa áhuga á að stofna hljómsveit þá er ég meira en til í að aðstoða! 

- Emma Íren

 

Hinseginn Klúbbur

Hinsegin klúbbur Bólsins eru fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni. Markmið klúbbsins er að veita öruggt umhverfi til að mynda félagstengsl, fræða um hinsegin málefni og hafa gaman. Klúbburinn hittist á mánudögum milli 17-22 í Lágó eða Varmá Bóli. Dagskráin gerð í samráði við meðlimi klúbbsins og höfum við verið að spjalla, spila, horfa á myndir og mönsa. Við förum síðan reglulega í heimsókn í Hinsegin félagsmiðstöðina í Reykjavík. Umsjónaraðili hinsegin klúbbsins er Ásdís Magnea Erlendsdóttir. Ef þú hefur áhuga á að vera með eða ert með einhverjar spurningar eða vangaveltur um klúbbinn sendu þá póst á hinsegin.bolid@gmail.com.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira