Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Viðburðum á vegum Samfés frestað.

09/03/2020

Heil og sæl

 

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að staða mála hefur breyst töluvert síðan á föstudaginn. Stjórn Samfés og starfsfólk hefur fylgst mjög vel með stöðunni, tilkynningum, gangi mála og fundað vegna viðbragða Samfés við COVID-19.

Það er samróma álit okkar allra hjá Samfés að sýna samfélagslega ábyrgð og fresta (ekki aflýsa) SamFestingnum sem og öðrum viðburðum á vegum samtakanna eins og Landsþingi ungmennahúsa og fundi ungmennaráðs Samfés á meðan óvissuástand ríkir. Ákvörðun sem þessi er óumflýjanleg að svo stöddu þar sem velferð unglinga og starfsmanna félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í húfi.

 

SamFestingurinn verður haldin 22.-23. maí næstkomandi með það að leiðarljósi að heilbrigðisyfirvöld hafi náð tökum á dreifingu veirunnar og ekki komi til samkomubanns. Þetta er afar stór ákvörðun og gerum við okkur fulla grein fyrir að þetta muni hafa mismunandi áhrif fyrir aðildarfélög sem og unglinga. Við munum gera okkar besta í að halda SamFestingnum óbreyttum en vissulega getur dagskrá breyst að einhverju leyti.

Undirbúningur og skipulag á SamFestingnum heldur óbreytt áfram af fullum krafti og biðjum við ykkur að ganga frá skráningum, staðfestingum og greiðslum samkvæmt áætlun. Vinsamlega fylgjast vel með tilkynningum frá okkur og koma þessu upplýsingum áfram á unga fólkið og foreldri.

 

Með von um jákvæð viðbrögð og með bjartsýni í fyrirrúmi.

 

Kveðja,

Stjórn og starfsfólk Samfés.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira