Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ - Rafrænn íbúafundur 8. apríl kl. 17:00

07/04/2021

Mosfellsbær stendur fyrir rafrænum íbúafundi um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ á Facebook síðu Mosfellsbæjar. Fundurinn verður haldinn þann 8. apríl 2021 og mun standa frá kl. 17:00 - 18:15. Yfirskrift fundarins er „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“.

Tilefni fundarins er meðal annars niðurstöður könnunar Rannsókna og greininga sem voru kynntar í janúar á þremur rafrænum kynningarfundum sem Mosfellsbær boðaði til fyrir foreldra ungmenna í 8., 9. og 10. bekk.

Fyrirkomulag fundarins

Á fundinum verður boðið upp á innlegg frá aðilum sem hafa mikla reynslu á ólíkum sviðum forvarna og samskipta. Fjallað verður um þau atriði sem skipta máli til að skapa trausta og góða umgjörð um börn og ungmenni eins og mikilvægi samveru og samstöðu samfélagsins, forvarnargildi tómstunda- og íþróttastarfs hvað foreldrar geta gert til að standa saman og hvernig sveitarfélagið Mosfellsbær getur stutt við umgjörðina.

Áhrifaríkustu þættirnir sem lúta að foreldrum er stuðningur þeirra við reglur um útivistartíma, taka þátt í foreldrarölti, og vera í góðum samskiptum við þá sem barn þeirra umgengst eins og vini og foreldrar þeirra.

Dagskrá

  • 17:00 - Ávarp.
  • Hvað erum við að gera vel?
    - Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu.
  • Hverjir ala upp barn?
    - Jón Halldórsson frá Kvan.
  • Það er flókið að vera foreldri!
    - Anna Steinsen frá Kvan.
  • Rödd foreldra
    - Gunnar Jónsson grunnskólaforeldri
  • 18:00 - Hvað geta foreldrar gert? Hugmyndir og umræður.
  • 18:15 - Lok fundar.

Fundarstjóri: Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira