Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Um Bólið

Það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu. Starfsfólk Bólsins, í samráði við unglingana, gera mánaðarlega dagskrá þar sem öll virk kvöld vikunnar eru plönuð. Yfir dagtímann eða frá kl. 9:00 er Bólið opið öllum unglingum til að koma í frímínútum og/eða eyðum til að spjalla við starfmenn, horfa á sjónvarp, spila borðtennis eða pool o.fl. ásamt því að við nýtum þann tíma í kennslu á valáföngum og í félagsfærni með hópum/árgöngum eftir þörfum.  

Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í Bólið og þar geta þeir kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa það gaman saman. 

Allir sem eru í 8. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar auk þess sem 7. bekkingar eiga sér tíma fyrir sig og 5.-6. bekkingar eru með sína klúbba.

Nánari upplýsingar um dagskrá Bólsins.

Félagsmiðstöðin Ból leggur mikla áherslu á gott samstarf við grunnskóla bæjarins. 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira