Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Gildi

Vinátta

  • Við erum fyrirmyndir og leggjum okkur fram við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
  • Við temjum okkur að tala við hvort annað en ekki um hvort annað.
  • Við erum hvetjandi og hrósum og bregðumst alltaf við neikvæðri hegðun.

Virðing

  • Við berum virðingu og erum umburðarlynd fyrir ólíkum viðhorfum og skoðunum annarra.
  • Við leggjum áherslu á traust og samvinnu og erum heiðarleg í samskiptum.
  • Við fögnum margbreytileika og komum til móts við ólíkar þarfir og áhugasvið einstaklinga og hópa.

Gleði

  • Við temjum okkur jákvætt hugarfar.
  • Við vinnum út frá að Bólið sé fyrir alla og að öllum líði vel innan veggja þess.
  • Við leggjum mikla áherslu á unglingalýðræði og jákvæða liðsheild.
  • Við nálgumst fræðslu mikið í gegnum leiki og á jafningjagrundvelli.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira