Vinnuskóli
Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur yfir sumarið á tímabilinu júní til ágúst.
Vinnutíminn skiptist á þrjú tímabil en hver starfsmaður vinnur tvö tímabil
· Tímabilin eru:
A. tímabil 15.06-30.6
B. tímabil 1.07.- 15.07
C. tímabil 20.07- 7.08. (lokað 29.07 – 04.08.)
· Vinnutími er eftirfarandi:
8. bekkur – 3,5 tímar á dag 8:30-12:00 aðra vikuna og 12:30-16:00 hina vikuna. Ekki unnið á föstudögum
9. bekkur - 6 tímar mánudags til fimmtudags 8:30-14:30. Ekki unnið á föstudögum
10. bekkur - 7 tímar á dag 8:30-15:30 nema á föstudögum er unnið 8:30-12:00.
· Fræðsla fyrir unglingana verður fjölbreytt í ár og skiptist á milli árganga.
Unglingar fæddir ´04 fara í Jafningjafræðslu á vegum Hins Hússins.
Unglingar fæddir ´05 fá fræðslu í fjármálalæsi.
Unglingar fæddir ´06 fá Fokk Me-Fokk You forvarnarfræðslu sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna.
Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstundafulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.
Ekki hika við að heyra í okkur - bolid@mos.is eða í síma 566- 6058
Markmið vinnuskólans:
- Kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað.
- Kenna nemendum að umgangast bæinn sinn.
- Auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu.
- Veita nemendum vinnu yfir sumartímann.
ATH! Þeir sem að eru orðnir 16 ára þurfa að skila inn skattkorti.
Farið er inn á þjónustuvefinn skattur.is Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkum / skoða staðgreiðslu/ ná í yfirlit launagreiðanda og vista það í pdf.
Vinsamlegast sendið pdf skjalið sem fyrst á launadeild@mos.is.