Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Vinnuskóli

Sumarið 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann Mosfellsbæ fyrir sumarið 2022: vinnuskoli-umsokn.vala.is

Umsóknafrestur er til 29. apríl og verður öllum umsóknum sem berast fyrir þann tíma svarað fyrir 6. maí 2022. Reynt verður að verða við óskum allra  en gera má ráð fyrir að ekki verði hægt að uppfylla allar óskir um tímabil og vinnustöð. 

Tímabilin verða eftirfarandi:
- Tímabil A: 14. júní - 29. júní
- Tímabil B: 30. júní -15. júlí
- Tímabil C: 19. júlí - 9. ágúst (frí 27. júlí til og með 2. ágúst)

Fræðsludagar/skemmtidagar verða auglýstir síðar .

Vinnutími er eftirfarandi:
8. bekkur: 3,5 klst. á dag fyrir hádegi aðra vikuna og eftir hádegi hina vikuna. Ekki unnið á föstudögum.
9. bekkur: 6 klst. mánudags til fimmtudags. Ekki unnið á föstudögum.
10. bekkur: 7 klst. á dag, nema á föstudögum er unnið til hádegis.

Hlutverk vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði, reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Áhersla er lögð á að starfumhverfið sé hvetjandi og gefandi.

Nánari upplýsingar: vinnuskoli@mos.is

Vinsamlega athugið: 
Þau sem að eru á 16. ári þurfa að skila inn skattkorti. Til að sækja skattkortið þarf að fara inn á skattur.is og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Velja skoða staðgreiðslu > Ná í yfirlit launagreiðanda og vista sem pdf skjal. Vinsamlegast sendið pdf skjalið sem fyrst á launadeild@mos.is.

 

10. bekkur - 2006 9. bekkur - 2007 8. bekkur - 2008
Mán - fim kl. 8:30-15:30 Mán - fim  Mán - fim kl. 8:30-11:30
Mán - fim kl. 12:30-16:00
30 mín. matarhlé kl. 11:30-12:00 30 mín. matarhlé kl. 11:30-12:00
Vinna á föstudögum kl. 8:30-11:30 Vinna ekki á föstudögum Vinna ekki á föstudögum
2 vikur hvert tímabil - 4 vikur í heildina 2 vikur hvert tímabil - 4 vikur í heildina 2 vikur hvert tímabil - 4 vikur í heildina
122 klst. samtals 96 klst. samtals 63 klst. samtals
1.345 kr. á klst. með orlofi 1.076 kr. á klst. með orlofi 807 kr. á klst. með orlofi
     

 


 

English

Apply for Vinnuskólinn at vinnuskoli-umsokn.vala.is

The deadline is April 29th. All applications received before the deadline will be notified before May 6th.

When applying students must select two of the following time periods:
- A: June 14th - June 29th
- B: June 30th - July 15th
- C: July 19th - August 9th (holidays from 27th July to August 2nd)

Educational and team building days will be announced at a later date.

Work hours are as follows:
- 8. grade: 3,5 hours per day, before noon one week and after noon the other week. Fridays are off.
- 9. grade: 6 hours per day, Mon. - Thurs. Fridays are off.
- 10. grade: 7 hours per day, Mon. -  Thurs. Fridays are part time (8:30-11:30).

The role of Vinnuskólinn is to provide students with constructive summer jobs. Emphasis is placed on the students punctuality and responsibility as well as keeping the work environment encouraging and rewarding.

For more information please contact vinnuskoli@mos.is.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira