Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Um vinnuskóla

Hlutverk vinnuskólans

Hlutverk vinnuskólans er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla Mosfellsbæjar uppbyggileg sumarstörf, fræðslu og félagsskap yfir sumarið. Öllum nemendum 8., 9. og 10. bekkja býðst vinna við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu bæjarins. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði, reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Reynt er eftir fremsta megni að hafa starfsumhverfi hvetjandi og gefandi.

Yfir sumarið eru 4-5 dagar tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Gaman saman.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband í félagsmiðstöðina Ból í síma 566 6058 eða við Eddu Davíðsdóttur í síma 525 6700.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira