Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Reglur

Samskipti:

  • Það er lykilatriði að sýna virðingu og þroska í samskiptum við starfsfólk Bólsins sem og við aðra sem í Bólið koma.
  • Allir eiga rétt á að líða vel hjá okkur.

Vímuefni:

  • Notkun áfengis, tóbaks, veips eða annara vímuefna er ekki í boði innan félagsmiðstöðvarinnar né í neinu starfi sem er á vegum Bólsins.
  • Einnig eru orkudrykkir ekki leyfilegir.

Ofbeldi:

  • Allt ofbeldi, þ.e. líkamlegt, andlegt og kynferðislegt er ekki liðið í okkar starfi.

Umgengni:

  • Það þarf að ganga vel um húsnæði Bólsins og alla hluti sem tilheyra félagsmiðstöðinni.

Með því einu að mæta í Bólið og taka þátt í okkar starfi, þá ert þú að samþykkja þessar reglur. Ef þú brýtur fyrrgreindar reglur getur þú átt von á því að verða vísað frá félagsmiðstöðinni tímabundið og að haft verði sambandi við foreldra/forráðamenn þína.

Ást og virðing,
starfsfólk Bólsins

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira