Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Klúbbastarf

Bólið býður upp á fjölbreytt klúbbastarf þar sem að unga  fólkið  okkar fær að njóta sín. Í boði eru:

Starfsmenn Bólsins sjá um klúbbastarfið. Hér fyrir neðan getur þú fundið hina ýmsu klúbba og allt um þá!

Hafðu samband við okkur

Ef þú hefur áhuga á að vera með komdu þá í LágóBól, VarmáBól eða HelgóBól og skráðu þig!

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hringja í 566-6058 eða senda póst á bolid[hja]mos.is.



Hinsegin Klúbbur


Hinseginklúbbur Bólsins er fyrir alla krakka á aldrinum 13 – 18 ára sem hafa áhuga á hinsegin málefnum. Markmiðið er að gera vettvang þar sem allir geta verið þeir sjálfir og fræðst frekar um þessi málefni.

Allir eru velkomnir í klúbbinn og geta tekið þátt í þeim viðburðum sem haldir eru. Við hittumst á mánudagskvöldum kl. 18:00 – 22:00. Þar eru í bland, afslappaðir hittingar með t.d. umræðu-, lærdóms-, spila- & bíókvöldum. En einnig förum við í heimsóknir til annara samtaka og fáum til okkar allskonar fræðslu t.d. sjúk ást, eitt líf & kynfræðslu.    

Umsjónarmaður klúbbsins er Katla Jónasdóttir og hefur hún unnið mikið að hinseginmálefnum undanfarin ár.

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira