Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Upplýsingar

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum. Félagsmiðstöðin Ból sinnir krökkum á aldrinum 10 – 16 ára.

Við gerum okkar besta til að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi Bólsins er skipulögð að miklu leyti í samráði við unglingana.

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá ásamt klúbbastarfsemi þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir eiga að finni að þeir séu velkomnir og talað sé við þá á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir Bólið mikilvægu forvarnarhlutverki. Við vinnum náið með grunnskólunum í Mosfellsbæ og bjóðum upp á valfög í þeim skólum sem eru með unglingastig. Þá koma unglingarnir til okkar í t.d. félagsfærni, sjálfsstyrkingu eða kynfræðslu svo eitthvað sé nefnt.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira