Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Bólráð

Félagsmiðstöðin Ból starfrækir þrjú Bólráð, eitt í hverri félagsmiðstöð. 

Unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif unglinga á starfið í Bólinu. Kosningar í unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.  Kosið er í ráðin í upphafi skólaárs.

Bólráðin fara fyrir hönd sinnar félagsmiðstöðvar á landsmót SAMFÉS, en það var haldið í Mosfellsbæ 2019!

Á landsmóti er unnið í fjölbreyttum smiðjum og markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim í sína félagsmiðstöð og miðli þar þekkingu sinni og reynslu. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Lýðræðisleg vinnubrögð eru alls ráðandi á Landsmóti Samfés.

Bólráðið fór einnig í ferð á Akranes í janúar. Þar voru þau að skipuleggja viðburði sem eru hjá okkur á vorönninni og er mikilvægt að félagsmiðstöðvarnar vinni saman að því.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira